Hér fyrir neðan eru sjö fullyrðingar og spurningar sem öll tengjast sambandinu ykkar. Það getur verið ógnvekjandi að fá stig fyrir sambandið sitt, en reyndu að líta á stigafjöldann sem vísbendingu um sambandsánægju þína frekar en heilagan sannleika.
Veldu það svar sem hentar best.
ATH! Sérhvert samband er einstakt og breytilegt yfir tíma. Æfingarnar sem lagðar verða til á næstu síðu eru einungis hugmyndir fyrir ykkur til þess að kanna, styrkja og þróa sambandið ykkar nánar. Ef þið komist að því að þið þurfið meiri stuðning en þessar æfingar geta boðið upp á gæti verið vert að íhuga það að leita faglegrar aðstoðar. Jafnvel lítil skref í átt að auknum skilningi og meiri ánægju geta skipt miklu máli til lengri tíma litið.
Valentínusarskalinn er ókeypis, öllum aðgengilegur og próffræðilegir eiginleikar hafa verið kannaðir. Niðurstöður hafa verið birtar hér. Athugaðu þó að réttmætisathugun í íslensku þýði hefur þó ekki enn verið framkvæmd. Ef þú hefur spurningar skaltu hafa samband við Per Carlbring, prófessor við Sálfræðideild Háskólans í Stokkhólmi: per.carlbring@psychology.su.se, sími: 070-666 7 666. Hér geturðu sótt Valentínusarskalann sem PDF á sænsku, ensku og íslensku.